|
1. mai
Gleðilega hátíð! Hér eru örstuttar fréttir. -Eftir langa krísu fékk ég að vita að ég náði hljómfræðinni, naumlega þó. Það þurfti 6.6 og ég fékk 6.7. Blessbless hljómfræði!!! -Á morgun fer ég í prófið sem ég hef stefnt að lengi, nefnilega 8. stig í söng!!! Hugsið til mín á morgun (þriðjudag) klukkan þrjú. -Á föstudaginn fer ég svo í annars stigs píanópróf. -8. maí byrja ég svi að vinna á Reykjavíkurflugvelli. Þar verð ég á 12 tíma vöktum tveir tveir þrír (vinna tvo, frí tvo, you get the picture) auk þess að ég verð á æfingum fyrir Sumaróperuna og að "passa" tvö unglingsfrændsistkyni mín. Það felst í því að gista hjá þeim og vera þeim innan handar á meðan mamma þeirra hjálpar manninum sínum við sauðburðinn. -Við solveig erum að vinna í því að sækja um skólavist í Háskóla Íslands. Ég í táknmálsfræði en hún í japönsku. Við sjáumst, börnin mín. Ég mun örugglega hafa nokkurn tíma í sumar til að blogga.
skrifað af Runa Vala
kl: 21:23
|
|
|